tisa: Traffic here I come

fimmtudagur, mars 02, 2006

Traffic here I come

Ég var að koma úr 10. ökutímanum, ég var að bakka.

Mig er farið að gruna sterklega að þetta með kvenmenn og að bakka í stæði sé satt. Ég og bakkgírinn erum vægast sagt ekki bestu vinir.

Engu að síður verður æfingaleyfið komið í höfn eftir helgi og þá verður jeppinn hans pabba fyrir barðinu á mér.

Ég er ekki ennþá búin að fá afhendar neinar mútur til þess að fá að koma í hið stórfenglega road-trip sem fram undan er. Þið eruð ekki að standa ykkur krakkar!

Hér eru nokkrar hugmyndir um mútur.

Gefið mér Sex in the City seríurnar og Simpson 7.
Máliði og innréttiði herbergið mitt.
Ég afþakka ekki BMW.
Ótakmarkað magn af bragðarefum.
Heilsdags nudd, framkvæmt af Johnny Depp. Mmmm....

Bara svona til að koma ykkur af stað með þetta.


Best að koma sér til Magga og gera óspart grín af þumlunum hans.

Hey, ég gekk á súlu í vinnunni áðan, tvisvar.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 22:41

3 comments